Nokia vörulistar
Veldu
Valmynd
>
Vörulistar
. Veldu
Í lagi
til að samþykkja lagalega fyrirvarann.
Nokia vörulistar (sérþjónusta) er vefverslun þar sem hægt er að kaupa efni í tækið. Með vörulistunum getur þú skoðað, keypt,
hlaðið niður og uppfært efni á borð við leiki, hringitóna, veggfóður, þjónustur og forrit fyrir tækið þitt. Framboð á efni fer eftir
símafyrirtækinu og þjónustuveitunni.
Nokia vörulistar nota sérþjónustur þínar til að nálgast nýjustu upplýsingar um innihald vörulista. Upplýsingar um annað efni
sem er í boði í Nokia vörulistunum má nálgast hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Nokia vörulistarnir fá reglulega uppfærslur um það efni sem símafyrirtækið þitt eða þjónustuveitan bjóða upp á fyrir tækið. Til
að uppfæra vörulistana handvirkt velurðu
Valkostir
>
Uppfæra lista
.