Hlutum hlaðið niður
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn
skaðlegum hugbúnaði.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
52
Þú getur hlaðið niður hlutum eins og hringitónum, myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og hreyfimyndum. Hlut er
hlaðið niður með því að velja hann og ýta á stýripinnann. Sumir þessara hluta eru ókeypis á meðan greiða þarf fyrir aðra. Hlutir
sem hlaðið er niður eru meðhöndlaðir af viðeigandi forritum í tækinu.
Þegar byrjað er að hlaða niður efni birtist listi yfir það efni sem verið er að hlaða niður, það efni sem er í bið og það sem þegar
hefur verið hlaðið niður. Til að skoða listann er einnig hægt að velja
Valkostir
>
Verkfæri
>
Niðurhal
. Flettu að hlut á listanum
og veldu
Valkostir
til að gera hlé, halda áfram, eða hætta við að hlaða niður, en einnig til að opna, vista eða eyða efni sem búið
er að hlaða niður.
Hlutir keyptir:
1. Til að hlaða niður hlut skaltu velja tengilinn og ýta á stýripinnann.
2. Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn.
3. Lestu vandlega allar upplýsingar. Veldu
Samþykk.
til að halda niðurhali áfram. Veldu
Hætta við
til að hætta við niðurhalið.