Leitað að þráðlausu staðarneti
Til þess að leita að þráðlausum staðarnetum á svæðinu velurðu
Valmynd
>
Tenging
>
Stj. teng.
>
Staðarnet í boði
. Birtur er listi
yfir netin sem fundust á svæðinu.
Á skjánum birtist listi yfir þau þráðlausu staðarnet sem eru í boði á þessu svæði, upplýsingar um gerð þeirra (varanleg eða
tímabundin), sendistyrk, dulkóðun og um það hvort tækið sé tengt við staðarnetið.
Til þess að fá að sjá upplýsingar um kerfi ýtirðu á stýripinnann.
Til þess að búa til internetaðgangsstað á staðarneti velurðu
Valkostir
>
Tilgreina aðgangsst.
.