SIM-aðgangssnið
Þegar þráðlausa tækið er í ytri SIM-ham, er aðeins hægt að nota samhæfan, tengdan aukahlut, eins og bílbúnað, til að hringja
eða svara símtölum. Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í tækið, í þessum ham.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að the hætta í ytri SIM-ham. Ef tækinu hefur verið læst skal færa inn lykilnúmerið fyrst.
Með SIM-aðgangssniðinu getur þú komist inn á SIM-kortið í tækinu þínu úr samhæfu bílbúnaðartæki. Þannig þarftu ekki auka
SIM-kort til að komast í upplýsingar á SIM-kortinu og tengjast við GSM-símkerfi.
Til að nota SIM-aðgangssniðið þarftu eftirfarandi:
• Samhæfan bílbúnaðartæki sem styður þráðlausa Bluetooth-tækni
T e n g i n g a r
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
46
• Gilt SIM-kort í tækið þitt
Nánari upplýsingar um bílbúnað og samhæfni við tækið þitt má finna á www.nokia.com og í notendahandbókinni fyrir
bílbúnaðinn.
Unnið með SIM-aðgangssniðið
1. Veldu
Valmynd
>
Tenging
>
Bluetooth
til að gera Bluetooth-tengingu virka í tækinu þínu.
2. Til að gera ytri aðgang að SIM-korti virkan skaltu fletta að
Ytra SIM
og ýta á stýripinnann.
3. Gerðu Bluetooth virkt í bílbúnaðartækinu.
4. Notaðu bílbúnaðartækið til að hefja leit að samhæfum tækjum. Leiðbeiningar er að finna í notendahandbók
bílbúnaðartækisins.
5. Veldu tækið þitt úr lista yfir samhæf tæki.
6. Sláðu aðgangskóða Bluetooth sem sýndur er á skjá bílbúnaðartækisins inn í tækið þitt til að para tækin.
7. Heimilaðu bílbúnaðartækið. Veldu
Valmynd
>
Tenging
>
Bluetooth
og flettu að síðunni
Pöruð tæki
. Flettu að
bílbúnaðartækinu og sláðu inn aðgangskóða Bluetooth. Þegar tækið fer fram á að gera tenginguna sjálfvirka skaltu velja
Já
. Tengingu milli tækisins þíns og bílbúnaðartækisins er hægt að koma á án samþykkis eða leyfis. Ef þú stillir á
Nei
verðurðu
að samþykkja beiðnir um tengingu úr þessu tæki í hvert skipti.
Ábending: Ef þú hefur þegar farið inn á SIM-kortið úr bílbúnaðartækinu með virka notandasniðinu leitar
bílbúnaðartækið sjálfkrafa að tækinu með því SIM-korti. Ef það finnur tækið þitt og virkjar leyfið sjálfvirkt tengist
bílbúnaðartækið sjálfkrafa GSM-símkerfinu þegar þú ræsir bílinn.
Þegar snið fyrir ytri aðgang að SIM-korti hefur verið virkjað getur þú notað forrit á tækinu þínu sem þurfa ekki á símkerfis- eða
SIM-þjónustu að halda.
Til að ljúka ytri SIM-aðgangstengingunni úr tækinu þínu skaltu velja
Valmynd
>
Tenging
>
Bluetooth
>
Ytra SIM
>
Slökkt
.