Pakkagögn
GPRS (general packet radio service) gerir farsímum kleift að tengjast gagnanetum með þráðlausri tengingu (sérþjónusta). GPRS
notast við pakkagagnatækni þar sem upplýsingar eru sendar í stuttum gagnakippum gegnum farsímakerfið. Kosturinn við að
senda gögn í pökkum er að símkerfið er aðeins upptekið þegar gögn eru send eða móttekin. Þar sem GPRS notar símkerfið með
skilvirkum hætti er fljótlegt að koma á gagnatengingum og flutningshraðinn er mikill.
Þú verður að vera í áskrift að GPRS-þjónustunni. Þjónustuveitan eða símafyrirtækið veitir nánari upplýsingar um framboð og
áskrift að GPRS.
EGPRS (Enhanced GPRS) er svipað GPRS en býður upp á enn hraðari tengingu. Þjónustuveitan eða símafyrirtækið veitir nánari
upplýsingar um framboð og áskrift að EGPRS og flutningshraða. Athugaðu að ef þú velur GPRS sem gagnaflutningamáta notar
tækið EGPRS í stað GPRS ef það er í boði hjá símkerfinu.
Meðan á venjulegu símtali stendur er ekki hægt að koma á GPRS-tengingu og virk GPRS-tenging er sett í bið, nema að símkerfið
styðji tvöfaldan gagnaflutning.
T e n g i n g a r
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
47