Nokia E60 - Þráðlaust staðarnet (þráðlaust LAN)

background image

Þráðlaust staðarnet (þráðlaust LAN)

Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir á notkun þráðlausra neta. Frekari upplýsingar má fá hjá yfirvöldum

á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar

krefjast aukins rafmagns og draga úr endingu rafhlöðunnar.
Þetta tæki getur fundið og tengst við þráðlaust staðarnet.
Ef þú færir tækið til innan þráðlauss staðarnets og úr færi við aðgangsstað þess finnur reikiaðgerðin sjálfkrafa nýjan aðgangstað

fyrir tækið þitt innan sama nets. Á meðan þú ert í færi við aðgangsstaði sem tilheyra sama neti getur tækið þitt haldið

tengingunni við það net.

Ábending: Þráðlausri staðarnettengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað.

Þegar þú lokar gagnatengingunni er þráðlausu staðarnetstengingunni einnig lokað.

Tækið þitt gefur kost á mismunandi gerðum samskipta á þráðlausu staðarneti. Samskiptagerðirnar tvær eru varanleg aðgerð

og tímabundin aðgerð.
• Grunngerðin leyfir tvær tegundir samskipta: þráðlaus tæki hafa samskipti við hvert annað í gegnum aðgangsstað á þráðlausu

staðarneti (LAN) eða þá að þau hafa samskipti við snúrutengt LAN-tæki í gegnum þráðlausan LAN-aðgangsstað. Kosturinn

við varanlegu aðgerðina er að þú hefur meiri stjórn á tengingum þar sem þær fara í gegnum aðgangsstaði. Þráðlaust tæki

getur nálgast þá þjónustu sem er í boði í venjulegu snúrutengdu staðarneti: s.s. gagnagrunna fyrirtækis, tölvupóst, Netið og

valkosti netkerfa.

• Með tímabundnu (ad hoc) aðgerðinni geturðu sent og móttekið gögn frá öðrum tækjum með samhæfan LAN-stuðning, t.d.

til prentunar. Þessar aðgerðir gætu krafist forrits frá þriðja aðila til að hægt sé að framkvæma þær. Enginn aðgangsstaður

fyrir þráðlaust staðarnet er nauðsynlegur. Aðeins þarf að framkvæma nauðsynlegar stillingar til að hægt sé að byrja.

Uppsetning tímabundinna neta er auðveld í framkvæmd en samskipti eru takmörkuð við þau tæki sem eru innan ákveðins

svæðis og sem styðja samhæfa þráðlausa LAN-tækni.

Ef þú þarft að skilgreina MAC-vistfang tækisins í WLAN-beini skaltu færa inn *#62209526# takkaborði tækisins. MAC-vistfangið

birtist á skjá tækisins.