![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia E60/is/Nokia E60_is013.png)
Vísar á skjá
Tækið er notað í GSM-símkerfi. Stikan við hliðina á tákninu sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi svæði. Því hærri
sem stikan er, því meiri er sendistyrkurinn.
Tækið er notað í UMTS-símkerfi (sérþjónusta). Stikan við hliðina á tákninu sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi
svæði. Því hærri sem stikan er, því meiri er sendistyrkurinn.
Hleðsla rafhlöðunnar. Því hærri sem stikan er, því meiri er hleðsla rafhlöðunnar.
Eitt eða fleiri skilaboð eru ólesin í möppunni
Innhólf
í
Skilaboð
.
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólf.
Einu eða fleiri símtölum var ekki svarað.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Þú hefur valið sniðið Ótengt sem þýðir að tækið hringir ekki við innhringingar eða móttöku skilaboða.
Bluetooth er virkt.
Kveikt er á innrauðri tengingu. Ef vísirinn blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið eða þá að tengingin
hefur rofnað.
Hægt er að koma á GPRS eða EGPRS pakkagagnatengingu.
GPRS eða EGPRS pakkagagnatenging er virk.
GPRS eða EGPRS pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu.
UMTS-pakkagagnatenging er virk.
UMTS-pakkagagnatenging er í bið.
Tækið hefur verið stillt á að leita að þráðlausum staðarnetum og er nú hægt að koma á tengingu við slíkt net.
Tækið er tengt við ódulkóðað þráðlaust staðarnet.
Tækið er tengt við dulkóðað þráðlaust staðarnet.
Tækið er tengt við tölvu um USB-gagnakapal.
Gagnasending stendur yfir.
IP passthrough er virkt.
og Gefur til kynna hvaða símalína hefur verið valin, ef þú ert áskrifandi að tveimur símalínum (sérþjónusta).
Öll símtöl eru flutt í annað númer.
Höfuðtól er tengt við tækið.
Tenging við Bluetooth-höfuðtól hefur rofnað.
Handfrjáls bílbúnaður er tengdur við tækið.
Hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Textasími
er tengdur við tækið.
Samstilling er í gangi í tækinu.
Kveikt er á kallkerfistengingu.