Nokia E60 - Flýtiritun

background image

Flýtiritun

1. Til að virkja flýtiritun skaltu ýta á ritfærslutakkann og velja

Kveikja á flýtiritun

. Þá verður flýtiritun virk í öllum ritlum í tækinu.

vísirinn sést efst til hægri á skjánum þegar þú slærð inn texta með flýtiritun.

2. Ýttu á 2-9 takkana til að slá inn orðið sem þú vilt. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf.
3. Þegar þú klárar að skrifa orðið og það er rétt skaltu ýta á stýripinnann til að staðfesta það, eða á 0 til að setja inn bil.

Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * til að skoða samsvarandi orð sem orðabókin finnur hvert á eftir öðru.
Ef ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vildir slá inn ekki í orðabókinni. Orði er bætt inn í orðabókina með því að velja

Stafa

, slá inn orðið á venjulegan hátt og velja síðan

Í lagi

. Þá er orðinu bætt inn í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full

er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.

4. Byrjaðu að skrifa næsta orð.

Ábending: Hægt er að kveikja eða slökkva á flýtirituninni með því að ýta tvisvar sinnum snöggt á # takkann.

Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og staðfestu það með því að fletta til hægri. Sláðu inn seinni hluta orðsins. Ýttu á 0 til að

klára samsetta orðið og bæta við bili.
Ýttu á ritfærslutakkann og veldu

Flýtiritun

>

Slökkt á flýtiritun

til að slökkva á flýtiritun í öllum ritlum á tækinu.