Takkar og hlutar
1 — Rofi
2 — Innbyggður hátalari
3 — Skjár
4 — Stýripinni. Atriði eru valin með því að ýta á stýripinnann. Flett er um valmyndina með því að ýta stýripinnanum til vinstri,
hægri, upp og niður.
5 — Hægri valtakki. Ýtt er á valtakkana til að velja þá valkosti sem birtast á skjánum fyrir ofan þá.
6 — Hætta-takki. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna símtali, leggja á og loka forritum. Gagnatengingum (GPRS, gagnasímtali)
er lokið með því að halda takkanum inni.
7 — Hreinsitakki
8 —
Valmynd
-takki. Ýtt er á
Valmynd
-takkann til að birta þau forrit sem eru sett upp í tækinu. Takkanum er haldið inni til að
birta lista yfir opin forrit og skipta á milli þeirra. Orðalagið 'veldu
Valmynd
' í Notendahandbókinni merkir að ýta eigi á þennan
takka.
9 — Rauf fyrir minniskort
10 — Internettakki. Ýttu á og haldu takkanum inni í biðstöðu til að vafra á vefnum.
11 — Hljóðnemi. Ekki skal hylja hljóðnemann með hendinni meðan á símtölum stendur.
12 — Pop-Port™. Tengi fyrir USB gagnasnúru, höfuðtól og hljóðmöskva.
13 — Tengi fyrir hleðslutæki
14 — Innrautt tengi
15 — Ritfærslutakki
16 — Hringitakki
17 — Vinstri valtakki. Ýtt er á valtakkana til að velja þá valkosti sem birtast á skjánum fyrir ofan þá.
18 — Raddtakki/Kallkerfistakki
19 — Hljóðstyrkstakkar
20 — Eyrnatól (hlust)
21 — Ljósnemi