Kveikt á tækinu
1. Til að kveikja á tækinu skaltu ýta á rofann.
2. Ef tækið biður um PIN-númer (eða UPIN-númer ef USIM-kort er í tækinu), númer fyrir læsingu eða öryggisnúmer skaltu slá
inn númerið og velja
Í lagi
.
3. Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á rofann.
Ábending: Þegar þú kveikir á tækinu getur verið að það beri kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og færi sjálfkrafa inn
réttar stillingar fyrir textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og GPRS. Ef ekki skaltu hafa samband við þjónustuveituna
til að fá réttar stillingar, eða nota
Still.hjálp
forritið.
Hægt er að nota tækið án símaaðgerða sem krefjast símkerfis þegar SIM-kortið er ekki í tækinu eða þegar sniðið
Ótengdur
er
valið.
Myndin sýnir hvar rofinn er staðsettur.
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
9