Efni fært með Bluetooth eða innrauðu
Til þess að hefja gagnaflutning úr samhæfu tæki velurðu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Flutningur
.
Bluetooth-tengingar
1. Veldu
Halda áfram
á upplýsingaskjánum.
2. Veldu
Með Bluetooth
. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
3. Virkjaðu Bluetooth í hinu tækinu þínu og veldu
Halda áfram
í Nokia E60 tækinu þínu til að hefja leit að tækjum með virka
Bluetooth-tengingu.
4. Veldu
Stöðva
í Nokia E60 tækinu þínu eftir að það hefur fundið hitt tækið þitt.
5. Veldu hitt tækið þitt af listanum. Þú verður beðinn um að færa inn aðgangskóða (1 til 16 stafa) í Nokia E60 tækið.
Aðgangskóðinn verður einungis notaður einu sinni til að staðfesta þessa tengingu.
6. Sláðu kóðann inn í Nokia E60 tækið og veldu
Í lagi
. Sláðu kóðann inn í hitt tækið og veldu
Í lagi
. Tækin hafa nú verið pöruð.
Sjá „Pörun tækja“, bls. 46.
Á sumum gerðum tækja er forritið
Flytja gögn
sent í hitt tækið í skilaboðum. Opnaðu skilaboðin til að setja forritið
Flytja
gögn
upp í hinu tækinu og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
7. Í Nokia E60 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu og svo
Í lagi
.
Innrauð tenging
1. Veldu
Halda áfram
á upplýsingaskjánum.
2. Veldu
Um innrautt
. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
3. Tengdu tækin tvö.
Sjá „Innrautt“, bls. 47.
4. Í Nokia E60 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu og svo
Í lagi
.
Efnið er afritað úr minni hins tækisins og sett á viðeigandi stað á tækinu þínu. Afritunartíminn veltur á því gagnamagni sem er
afritað. Þú getur hætt við afritunina og haldið henni áfram síðar.
Nauðsynlegar aðgerðir fyrir gagnaflutning geta verið breytilegar eftir tækjum, og því hvort þú hafir hætt við gagnflutning áður.
Þeir hlutir sem hægt er að flytja geta verið mismunandi eftir hinu tækinu.