Algengar aðgerðir í ýmsum forritum
Eftirfarandi aðgerðir er að finna í ýmsum forritum:
Til að skipta á milli opinna forrita skaltu halda valmyndartakkanum niðri til að birta lista yfir opin forrit. Veldu svo forrit.
Til að breyta um snið, slökkva á tækinu eða læsa því skaltu ýta snöggt á rofann.
Til að vista skrá velurðu
Valkostir
>
Vista
. Vistunarmöguleikar fara eftir því hvaða forrit þú ert að nota.
Til að senda skrá velurðu
Valkostir
>
Senda
. Hægt er að senda skrár í tölvupósti, með margmiðlunarskilaboðum eða með
innrauðri tengingu eða Bluetooth.
Til að prenta út gögn í samhæfum prentara skaltu velja
Valkostir
>
Prenta
. Þú getur skoðað þá hluti sem þú vilt prenta út eða
breytt útliti síðna sem á að prenta út. Áður en hægt er að prenta þarf að stilla samhæfan prentara inn í tækið.
Sjá
„Prentað“, bls. 67.
Texti er afritaður með því að ýta á ritfærslutakkann og velja textann með stýripinnanum. Haltu ritfærslutakkanum inni og veldu
Afrita
. Til að líma skaltu fletta að staðnum þar sem líma á textann inn, halda ritfærslutakkanum inni og velja
Líma
. Verið getur
að ekki sé hægt að nota þessa aðferð í forritum eins og
Skjöl
þar sem eru sérstakar skipanir til að afrita og líma.
Til að eyða skrá ýtirðu á hreinsitakkann eða velur
Valkostir
>
Eyða
.
Til að setja tákn á borð við spurningarmerki eða sviga inn í texta ýtirðu á *.
T æ k i ð þ i t t
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
18
3.