Aðgangsstaðir
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Samband
>
Aðgangsstaðir
.
Aðgangsstaður er staðurinn þar sem tækið tengist við símkerfið með gagnatengingu. Til að nota tölvupóst og
margmiðlunarþjónustu, eða til að opna vefsíður, verður þú fyrst að skilgreina aðgangsstaði fyrir þessa þjónustu.
Aðgangsstaðahópur er notaður við flokkun og forgangsröðun aðgangsstaða. Forrit getur notað hóp sem tengiaðferð í stað eins
aðgangsstaðar. Í þeim tilvikum eru besti tiltæki aðgangsstaðurinn innan hóps notaður til að koma á tengingu og, hvað tölvupóst
varðar, einnig fyrir reiki.
Sumir eða allir aðgangsstaðir gætu verið forstilltir í tækinu af þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að búa til, breyta
eða fjarlægja aðgangsstaði.
Sjá „Netaðgangsstaðir“, bls. 42.