![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia E60/is/Nokia E60_is069.png)
Tengistillingar
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Samband
og svo úr eftirfarandi:
•
Aðgangsstaðir
— Settu upp nýja aðgangsstaði eða breyttu þeim sem fyrir eru. Sumir eða allir aðgangsstaðir gætu verið
forstilltir í tækinu af þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að búa til, breyta eða fjarlægja aðgangsstaði.
•
Aðgangsstaðahópar
— Settu upp nýja aðgangsstaðahópa eða breyttu þeim sem fyrir eru þegar komið er sjálfkrafa á tengingu
og tölvupóstreiki.
•
Pakkagögn
— Ákveddu hvenær pakkagagnatengingar eru notaðar og sláðu inn aðgangsstaðinn ef þú notar tækið sem mótald
fyrir tölvu.
•
Stillingar internetsíma
— Tilgreindu stillingar fyrir netsímtöl.
•
SIP-stillingar
— Skoðaðu eða búðu til snið fyrir SIP-vistföng (session initiation protocol).
•
Gagnasímtal
— Stilltu biðtímann sem líður þar til gagnasímtalstengingu lýkur sjálfkrafa.
•
VPN
— Settu upp og stjórnaðu VPN-stefnum, haltu utan um miðlara fyrir VPN-stefnur, skoðaðu notkunarskrá VPN og stjórnaðu
VPN-aðgangsstöðum.
•
Þráðlaust staðarnet
— Ákveddu hvort tækið birti vísi þegar þráðlaust staðarnet er tiltækt og hversu oft tækið leiti að netum.
•
Samskipanir
— Skoðaðu og eyddu öruggum miðlurum sem tækið getur fengið samskipunarstillingar frá.
Til að fá upplýsingar um þráðlaust LAN eða áskrift að pakkagagnaþjónustu og réttar tengi- og samskipunarstillingar skaltu hafa
samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna.
Það getur verið mismunandi hvaða stillingar eru í boði.