Símtalsstillingar
Veldu
Hringing
og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
•
Senda mitt númer
— Veldu
Já
til að sá/sú sem þú hringir í sjái símanúmerið þitt eða
Stillt af símkerfi
til að láta símkerfið um
að ákveða hvort birta skuli upplýsingar um þig.
•
Birta símanúmerið mitt
— Gerðu þennan eiginleika virkan til að sá/sú sem þú hringir í með netsímanum sjái auðkenni þitt.
•
Símtal í bið
— Veldu
Gera virkt
til að fá tilkynningar um nýjar innhringingar meðan á öðru símtali stendur, eða ýttu á
stýripinnann og veldu
Athuga stöðu
til að athuga hvort aðgerðin sé virk á símkerfinu.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
68
•
Internetsímtal í bið
— Gerðu þessa aðgerð virka til að fá tilkynningu um einhver sé að reyna að hringja í þig meðan á netsímtali
stendur.
•
Hringtónn netsímtala
— Gerðu þetta virkt ef þú vilt að tækið segi þeim sem hringdi að það sé á tali. Ef slökkt er á þessu, gefur
tækið frá sér 'á tali'-tón sem sá sem hringir heyrir og þú færð tilkynningu um ósvarað símtal.
•
Sjálfv. gerð símtals
— Veldu
Í farsíma
til að hringja venjuleg símtöl í símann eða
Í internetsíma
til að nota VoIP-tækni til að
hringja í símanúmerið eða netfangið.
•
Hafna símtali með SMS
— Veldu
Já
til að textaskilaboð séu send sjálfkrafa til þeirra sem eru að hringja til ykkar með
útskýringum á því af hverju þú getur ekki svarað símtalinu.
•
Texti skilaboða
— Sláðu inn textann sem á að senda þegar þú getur ekki svarað innhringingu og vilt láta senda sjálfvirkt svar
í textaskilaboði.
•
Mynd í myndsímtali
— Veldu
Nota valið
til að velja kyrrmynd sem á að birta í stað hreyfimyndar meðan á myndsímtali stendur,
eða veldu
Engin
til að láta ekki birta neina mynd í myndsímtali.
•
Sjálfvirkt endurval
— Veldu
Virkt
til að hringja aftur ef það var á tali í fyrstu tilraun. Tækið þitt reynir hámark 10 sinnum að
hringja og ná sambandi.
•
Samantekt e. hring.
— Veldu
Virk
til að birta í stutta stund upplýsingar um lengd síðasta símtals.
•
Hraðval
— Veldu
Virkt
til að gera hraðval virkt á tækinu þínu. Hringdu í símanúmer sem tengd eru hraðvalstökkunum (2-9)
með því að ýta á og halda takkanum niðri.
Sjá „Hraðval“, bls. 19.
•
Takkasvar
— Veldu
Virkt
til að svara innhringingu með því að ýta stuttlega á einhvern takka, að endatakkanum frátöldum.
•
Lína í notkun
— Veldu
Lína 1
eða
Lína 2
til að breyta símalínu fyrir símtöl og textaskilaboð úr símanum (sérþjónusta). Þessi
stilling er einungis birt ef SIM-kortið styður þessa skiptingu og áskrift að tveimur símalínum.
•
Línuskipting
— Veldu
Gera óvirka
til að hindra að skipt sé á milli lína (sérþjónusta). Nauðsynlegt er að hafa PIN2-númerið til
að breyta þessari stillingu.
•
Hringtónn netsímtala
— Veldu
Slökkt
til að tilkynna þeim sem hringja í þig um netið að þú getir ekki svarað símtölum eða
veldu
Kveikt
til að svara mótteknum netsímtölum.