Tölvupóstur lesinn og honum svarað
Mikilvægt: Tölvupóstboð geta innihaldið veirur eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt. Aldrei skal opna
viðhengi ef ekki er fullvíst að treysta megi sendandanum.
Til að lesa móttekinn tölvupóst skaltu fletta að honum og ýta á stýripinnann.
Leitað er að tilteknu tölvupóstskeyti í pósthólfi með því að velja
Valkostir
>
Finna
. Sláðu inn leitarstrenginn og veldu
Í lagi
.
Til að opna viðhengið velurðu
Valkostir
>
Viðhengi
. Flettu að viðhenginu og ýttu á stýripinnann.
Til að svara sendanda skaltu opna tölvupóstinn og velja
Valkostir
>
Svara
>
Til sendanda
.
Til að senda svar til allra viðtakenda tölvupósts skaltu opna tölvupóstinn og velja
Valkostir
>
Svara
>
Til allra
.
Til að eyða viðhengi úr tölvupóstinum sem þú ert að senda skaltu velja viðhengið og svo
Valkostir
>
Viðhengi
>
Fjarlægja
.
Ábending: Ef þú svarar tölvupósti sem inniheldur skrár sem viðhengi þá fylgja viðhengin ekki sjálfkrafa með svarinu.
Ef þú framsendir móttekinn tölvupóst eru viðhengin sjálfkrafa send með honum.
Til að stilla forgang skilaboða skaltu velja
Valkostir
>
Sendikostir
>
Forgangur
og úr þeim valkostum sem standa til boða.
Til að hringja í sendanda skaltu opna tölvupóstinn og velja
Valkostir
>
Hringja
.
Til að svara sendanda tölvupóst með texta- eða margmiðlunarskilaboðum skaltu opna tölvupóstinn og velja
Valkostir
>
Búa til
skilaboð
.
Til að framsenda tölvupóst skaltu opna hann og velja
Valkostir
>
Framsenda
.