Spjall
Veldu
Valmynd
>
Tenging
>
Spjall
.
Spjallið (sérþjónusta) gerir þér kleift að hafa samband við annað fólk með því að nota spjallskilaboð og taka þátt í umræðuhópum
(spjallhópum) þar sem rætt er um ákveðin málefni. Þjónustuveitur halda úti spjallmiðlurum sem þú getur skráð þig inn á þegar
þú hefur gerst áskrifandi að þjónustunni. Þjónustuveitur kunna að veita mismikinn stuðning við aðgerðir.
Ef spjall er ekki í boði hjá þjónustuveitunni gæti verið að það birtist ekki í valmynd tækisins. Hafðu samband við þjónustuveituna
til að fá nánari upplýsingar um áskrift að spjalli og gjaldskrá. Nánari upplýsingar um mögulegar spjallstillingar fást hjá
símafyrirtækinu þínu, þjónustuveitunni eða söluaðila.
Stillingarnar kunna að berast í sérstökum textaskilaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem býður upp á
spjallþjónustuna. Þú verður að vista stillingarnar til að fá aðgang að þjónustunni sem þú vilt nota. Þú getur einnig slegið inn
stillingarnar handvirkt.