Nokia E60 - Skilaboð

background image

Skilaboð

Veldu

Valmynd

>

Skilaboð

.

Áður en þú getur sent eða tekið á móti skilaboðum gætir þú þurft að gera eftirfarandi:
• Setja þarf gilt SIM-kort í tækið og dveljast innan þjónustusvæðis.
• Gakktu úr skugga um að símkerfið styðji þá gerð skilaboða sem þú vilt senda og að opnað hafi verið fyrir þau á SIM-kortinu.
• Færðu inn stillingar fyrir internetaðgangsstað (IAP) á tækinu.

Sjá „Aðgangsstaðir“, bls. 69.

• Færðu inn stillingar fyrir tölvupóst á tækinu.

Sjá „Stillingar pósthólfa“, bls. 36.

• Færðu inn stillingar fyrir SMS á tækinu.

Sjá „Stillingar textaskilab.“, bls. 31.

• Færðu inn stillingar fyrir MMS á tækinu.

Sjá „Still. margmiðlunarskilaboða“, bls. 33.

Verið getur að tækið beri kennsl á söluaðila SIM-kortsins og færi sjálfkrafa inn ákveðnar stillingar fyrir skilaboð. Ef svo er ekki

gætir þú þurft að færa stillingar inn handvirkt eða leita til þjónustuaðila, símafyrirtækisins eða netveitunnar.

Skilaboð

birtir lista yfir allar gerðir mappa með skilaboðum, þar sem nýjustu skilaboðin eru alltaf efst í hverri möppu.

Veldu eitthvað af eftirfarandi:

Ný skilaboð

— til að senda ný textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð eða tölvupóst.

Innhólf

— til að skoða öll móttekin skilaboð nema tölvupóst og skilaboð frá endurvarpa.

Mínar möppur

— til að búa til eigin möppur fyrir skilaboð og sniðmát.

Pósthólf

— til að lesa og svara tölvupósti.

Uppköst

— fyrir skilaboð sem hafa ekki verið send.

Sendir hlutir

— fyrir skilaboð sem hafa verið send.

Úthólf

— til að skoða skilaboð sem bíða þess að vera send.

Tilkynningar

— til að sjá upplýsingar um skil á sendum skilaboðum.