Notk.skrá
Veldu
Valmynd
>
Notkunarskrá
.
Í
Notk.skrá
er hægt að sjá upplýsingar um samskiptasögu tækisins.
Til að skoða upplýsingar um nýleg símtöl, lengd þeirra og GPRS-tengingar skaltu velja
Síðustu símtöl
,
Lengd símtala
eða
Pakkagögn
og ýta á stýripinnann.
Til að flokka atburði eftir tegund eða stefnu skaltu ýta stýripinnanum til hægri til að opna almennu notkunarskrána og velja
Valkostir
>
Sía
. Veldu gerð síu og ýttu á stýripinnann. Veldu gerð eða stefnu og ýttu á stýripinnann.
Til að stilla hversu lengi allir samskiptaatburðir eru geymdir í skránni skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Skráning varir
, einhvern
valkost og
Í lagi
.
Til að hreinsa ósvöruð símtöl, móttekin símtöl og númer sem hringt hefur verið í velurðu
Síðustu símtöl
>
Valkostir
>
Eyða
síðustu símt.
.
Til að svara þeim sem hringir með skilaboðum skaltu velja
Síðustu símtöl
>
Ósv. símtöl
>
Valkostir
>
Búa til skilaboð
. Hægt er
að senda texta- og margmiðlunarskilaboð.
Til að bæta þeim sem hringir eða sendir skilaboð við
Tengiliðir
skaltu velja viðkomandi og svo
Síðustu símtöl
>
Ósv. símtöl
>
Valkostir
>
Bæta við Tengiliði
.
Til að skoða gagnamagnið sem er sent eða móttekið með GPRS velurðu
Pakkagögn
.
GPRS-teljararnir eru núllstilltir með því að velja
Valkostir
>
Hreinsa gagnamæla
. Sláðu inn læsingarkóðann og veldu
Í lagi
.