Nokia E60 - Netsímtöl

background image

Netsímtöl

Tækið styður símtöl um internetið (internetsímtöl). Tækið reynir neyðarsímtöl fyrst og fremst í farsímakerfum. Ef neyðarsímtal

tekst ekki í farsímakerfi reynir tækið neyðarsímtal í gegnum þjónustuveitu internetsímtala. Vegna þeirrar útbreiðslu sem

farsímatækni hefur náð skal nota farsímakerfi fyrir neyðarsímtöl, ef það er hægt. Ef síminn er innan þjónustusvæðis skal ganga

úr skugga um að kveikt sé á farsímanum og tilbúinn til að hringja áður en reynt er að hringja neyðarsímtal. Möguleikinn á

neyðarsímtölum með internetsímtækni fer eftir tiltækni WLAN-nets og uppsetningu þjónustuveitunnar fyrir internetsímtöl á

möguleikum á neyðarsímtölum. Þjónustuveita internetsímtala veitir upplýsingar um möguleika á neyðarsímtölum með

internetsímtækni
VoIP-tækni (Voice over Internet Protocol) eru samskiptareglur sem auðvelda símtöl yfir IP-net, eins og internetið. Hægt er að

koma á VoIP-símtölum á milli tölva, milli farsíma og milli VoIP-tækja og venjulegs síma. Til að hringja eða taka við VoIP-símtali

verður tækið þitt að vera innan WLAN-svæðis.
Nauðsynlegt er að búa til snið fyrir netsíma áður en hægt er að hringja netsímtöl. Þegar sniðið hefur verið búið til er hægt að

hringja netsímtal úr öllum forritum þar sem hægt er að hringja venjuleg símtöl. Til að hringja netsímtöl í númer sem hefjast

ekki á tölustaf skaltu ýta á hvaða talnatakka sem er þegar tækið er í biðstöðu og halda svo inni # takkanum í nokkrar sekúndur

til að hreinsa skjáinn og skipta úr tölustöfum yfir í bókstafi. Sláðu inn númerið og styddu á hringitakkann.
Þú verður að tilgreina stillingar SIP-samskiptareglna (session initiation protocols) í

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Samband

>

SIP-stillingar

og VoIP-stillingar í

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Samband

>

Stillingar internetsíma

. Hafðu samband

við þjónustuveitu til að fá nánari upplýsingar og réttar stillingar.