Nokia E60 - Unnið með skrár

background image

Unnið með skrár

Til þess að vinna með skrár flettirðu að möppu eða skrá og velur

Valkostir

.

Veldu eftirfarandi:

Opna

— til að opna skrá. Flettu að viðkomandi skrá og veldu

Í lagi

.

Senda

— til að senda valdar skrár. Flettu að viðkomandi skrám og veldu

Í lagi

.

Eyða

— til að eyða völdum skrám. Flettu að viðkomandi skrám og veldu

Eyða

.

Færa í möppu

— Til að færa möppuna eða skrána í aðra möppu skaltu fletta að viðkomandi skrá eða möppu og velja

Í lagi

.

Ekki er hægt að færa eða eyða sjálfgefnum möppum líkt og möppunni Hljóðinnskot í Gallerí.

Afrita í möppu

— til að vista afrit af möppunni eða skránni í annarri möppu. Flettu að viðkomandi skrá eða möppu og veldu

Í lagi

.

Ný mappa

— til að búa til möppu.

Merkja/Afmerkja

— til að opna undirvalmynd.

Endurnefna

— til að endurnefna skrá eða möppu. Flettu að viðkomandi skrá eða möppu, færðu inn nýja heitið og veldu

Í

lagi

.

Finna

— til að leita að tilteknum möppum eða skrám. Veldu hvaða minni á að leita í og færðu inn textann sem leita á að.

Móttaka um innrautt

— til að taka á móti skrá um innrauða tengingu.

Skoða upplýsingar

— til að sjá upplýsingar um skrár.

Minnisupplýsingar

— til að kanna hversu mikið af minni tækisins eða minniskortsins er í notkun.