Töfluritill
Þú getur skoðað töflur sem gerðar voru í forritum eins og Documents og MS Word.
Til að skoða töflu í skrá skaltu fletta að skránni þannig að punktalína birtist umhverfis hana, og ýta á stýripinnann.
Flettu upp, niður, til vinstri eða hægri til að fara á milli reita. Ef valinn reitur er stærri en skjárinn er hægt að skoða innihald hans
með því að ýta á stýripinnann, áður en farið er á næsta reit.
Til að breyta texta í reit skaltu velja reit og ýta á stýripinnann. Til að ljúka breytingum skaltu ýta aftur á stýripinnann.
Veldu
Valkostir
og svo einhvern eftirfarandi valkosta:
•
Stækka/minnka
— Stækka og minnka töflu á skjá og breyta hlutfalli stækkunar.
•
Snið
— Breyta leturstíl og sniði, málsgreinum, áherslumerkjum og útlínum.
•
Stærð reits
— Breyta stærð reita, raða og dálka breytt
•
Reitir
— Velja að setja inn í eða eyða reitum eða sameina eða aðskilja reiti.
•
Afrita töflu
— Afrita texta úr allri töflunni á klemmuspjaldið.