![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia E60/is/Nokia E60_is060.png)
Skjöl
Hægt er að opna, breyta og vista skjöl sem búin eru til í 97 útgáfu Microsoft Word fyrir Windows eða síðari útgáfum. Athugaðu
að ekki er veittur stuðningur við alla eiginleika eða útlitsmótun upphaflegu skránna.
Veldu
Valmynd
>
Office
>
Skjal
.
Til þess að opna skjal skaltu fletta að möppunni og skjalinu og ýta á stýripinnann. Til þess að lesa skjal skaltu velja miðskjáinn.
Ábending: Til þess að opna skjal sem notað var nýlega velurðu fyrst
Valkostir
>
Nýjustu skrár
, svo skjalið og ýtir á
stýripinnann.
Til þess að búa til nýtt skjal velurðu
Valkostir
>
Ný skrá
. Veldu
Autt
til að búa til nýtt skjal án þess að notast við sniðmát, eða
Nota sniðmát
til að búa til skjal sem byggist á sniðmáti.
Til þess að lesa skjal skaltu velja miðskjáinn og
Valkostir
. Hægt er að leita að mismunandi hlutum í skjalinu, auka eða minnka
aðdrátt, skipta á milli þess að nota allan skjáinn eða venjulega skjástærð, eða skoða hluti á borð við myndir. Einnig er hægt að
leita að texta og breyta stillingum forrita, líkt og aðdrætti, skruni og meðhöndlun tákna sem ekki birtast á skjánum.
Ábending: Ef þú ert að lesa stórt skjal og vilt halda lestrinum áfram síðar skaltu velja
Til baka
til þess að loka skjalinu.
Ekki skipta yfir á ritvinnslustillingu.
Ábending: Skipt er á milli þess að skoða opið skjal á öllum skjánum eða í venjulegri skjástærð með því að ýta á *. Til
þess að auka aðdrátt ýtirðu á 5 og á 0 til þess að minnka aðdrátt.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
60