Kynning
Þú getur opnað, skoðað, breytt og vistað kynningar gerðar í Microsoft PowerPoint, útgáfum 97 og nýrri. Þú getur einnig búið
til nýjar kynningar. Athugaðu að ekki er veittur stuðningur við alla eiginleika eða útlitsmótun upphaflegu skránna.
Veldu
Valmynd
>
Office
>
Kynning
.
Til að opna vistaða kynningu skaltu fletta að möppunni og skjalinu og ýta á stýripinnann.
Ábending: Til að opna kynningu sem nýlega var skoðuð skaltu velja
Valkostir
>
Nýjustu skrár
.
Til að búa til nýja kynningu skaltu velja
Valkostir
>
Ný skrá
. Veldu
Autt
til að búa til nýja kynningu án þess að nota sniðmát eða
Nota sniðmát
til að búa til kynningu byggða á vistuðu sniðmáti.
Til að opna vistað sniðmát skaltu fletta að sniðmátsmöppunni og skjalinu og ýta á stýripinnann. Veldu
Opna sniðmát
til að
breyta sniðmátinu eða
Nota sniðmát
til að búa til nýtt skjal sem byggt er á sniðmátinu sem er valið.
Skyggnusýningar
Til að hefja skyggnusýningu skaltu velja
Valkostir
>
Kynning
.
Veldu úr eftirfarandi valkostum:
•
Handvirkt
— Skiptu af einni skyggnu á aðra handvirkt.
O f f i c e - f o r r i t
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
64
•
Skyggnusýning
— Skiptu af einni skyggnu á aðra handvirkt, eða notaðu sjálfvirka skyggnuskiptingu. Þú verður að tilgreina
tímalengd skyggnunnar.
•
Handvirk endurtekning
— Skyggnusýningin heldur áfram frá byrjun þegar búið er að sýna síðustu skyggnuna í kynningunni.
•
Endurtekning
— Skyggnusýningin heldur sjálfkrafa áfram frá byrjun þegar búið er að sýna síðustu skyggnuna í kynningunni.
Til að skipta á milli skyggna í skyggnusýningu skaltu fletta upp til að birta skyggnuna á undan og niður til að birta þá næstu.
Ýttu á hægri valtakkann til að stöðva skyggnusýninguna.
Skyggnusýning sýnd með skjávarpa
Þú getur sýnt skyggnusýningar með samhæfum skjávarpa eða öðru sambærilegu myndvarpskerfi.
Til að hægt sé að sýna skyggnusýningar með samhæfum skjávarpa verðurðu að setja upp rekla skjávarpans. Ef reklarnir eru
ekki uppsettir og tækin eru ekki tengd eru valmyndarmöguleikar ekki sýnilegir. Frekari upplýsingar má fá hjá framleiðanda
skjávarpans eða fulltrúa hans.
Til að sýna skyggnusýningar með skjávarpa skaltu velja kynningu og
Valkostir
>
Skoða
>
Skjávarpi
. Veldu tækið sem þú vilt nota
af tækjalistanum. Veldu
Valkostir
>
Kveikja
til að sýna innihald skjásins. Til að hefja skyggnusýningu skaltu velja
Valkostir
>
Kynning
>
Skyggnusýning
.
Til að stöðva skyggnusýningu í skjávarpa skaltu velja
Valkostir
>
Skoða
>
Slökkva á skjávarpa
.